Garðsláttur og áburðargjöf
Við leggjum mikla áherslu á fyrsta flokks vinnubrögð og að allir okkar viðskiptavinir séu ánægðir með garðinn sinn.
Regluleg umhirða grasflata er lykilatriði fyrir þá sem vilja hafa garðinn fallegan. Við sláum lóðir fyrir heimili, fyrirtæki og húsfélög. Við leggjum metnað í að veita viðskiptavinum okkar ávallt topp þjónustu.
Reglulegur garðsláttur hefur marga kosti, m.a. að mosamyndun minnkar í grasinu og hæð grassins helst jöfn yfir allt sumarið en við það verður grasflöturinn mun fallegri.
Hvernig fer verkið fram?
Tveir starfsmenn mæta á svæðið og slá alla grasfleti. Notað er svo orf til að ná til allra staða. Að loknum slætti eru stéttar og pallar sem liggja að grasi sópaðir. Við ábyrjumst að við göngum snyrtilega um garðinn þinn. Grasið er svo hirt og fargað á viðeigandi hátt.
Hversu of þarf að slá grasið?
Yfir sumartímann borgar sig að slá lóðir reglulega, á 12 daga til 16 daga fresti er ágæt þumalputtaregla.
Slátturþjónusta í áskrift
Við bjóðum viðskiptavinum okkar garðslátt í áskrift. Í fastri áskrift þá þarft þú ekki hafa áhyggjur af grasinu hjá þér/ykkur þar sem við munum mæta reglulega til þín og sjá um grasið.
Ég vil lýsa yfir ánægju minni með garðsláttinn í sumar! Fyrstaflokks vinnubrögð hjá þeim!